Powered By Blogger

fimmtudagur, 10. nóvember 2011

Hreykin hænumamma


Þar kom að því að hænurnar mínar fengu að fara út og viðra sig aðeins. Þær voru nú ekkert á því og þurfti aðeins að ganga á eftir þessum elskum. En út fóru þær að lokum þó sumar þeirra reyndu að komast gaggandi brjálaðar inn aftur. Philomone sat yfir þeim til að vera öruggur um að þær færu ekki í grænmetisgarðinn okkar og rústuðu honum. Þær voru nú ekkert að skoða sig of mikið um, þær fundur sér bara einn blett í garðinum og voru ánægðar með lífið.

Svo kom að því að henda þeim inn fyrir kvöldið en þær voru ekkert á þeim buxunum.Við reyndum að reka þeir inn en það voru alltaf nokkrar óþekkar sem hlupu í burtu – þetta var bara eins og þegar maður var að smala í sveitinni í denn. Enda sáum við að þetti gengi ekkert og endaði það með því að Philomone varð að halda á hverri einustu inn í hús takk fyrir J


En þær eru algjört æði. Einn haninn er áberandi stærstur og sennilega mun ég halda honum og gefa hina. Við köllum hann Jónatan og hann er m.a.s. farinn að gala fyrir mig enda er það sko hreykin hænumamma sem býr hér J

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

awww en krúttlegt JÓNATAN.... það hlýtur að vera ein Jóhanna í þessum hóp líka haha... :)