Powered By Blogger

þriðjudagur, 8. nóvember 2011

Flest flýgur nú....

Eftir hressilega úrkomu stytti upp um hádegið í gær en það var þungt yfir og mikil molla. Þannig að húsið var opið upp á gátt eins og hægt var og eftir að Villi kom heim úr vinnunni sat hann úti. Svo veit ég ekki fyrr til en hann kemur hlaupandi inn og lokar hurðum kyrfilega á eftir sér. Og ástæðan?? jú það hafði bara allt fyllst af fljúgandi maurum og komu þeir í þúsunda tali. Það var allt morandi í þessum kvikindum. Þetta eru stærri maurar en þessi "venjulegu" sem maður þekkir svo vel :-)

Svo þurfti ég að fara á fund í gærkveldi og það var varla að ég vildi fara út í þetta ógeð en af tvennu illu fannst þér þó skömminni skárri að hætta mér út í stað þess að tilkynna forföll vegna maura. Þetta gekk svo yfir á nokkrum klukkutímum en í morgun þegar við komum fram voru öll gólf, bæði inn og úti, þakin af vængjum og dauðum maurum. Reyndar voru þeir líka í sófanum og á borðum. Þetta var afskaplega geðslegt svona í morgunsárið. Svo til að toppa þetta lá dauð mús rétt fyrir utan hurðina þegar við opnuðum út í morgun.

Kunnugir segja mér að þessir fljúgandi maurar séu lostæti á meðan þeir eru lifandi. Það er alveg á hreinu að ekki ætla ég að sannreyna það  :-)


1 ummæli:

Jóhanna sagði...

*HROLLUR* nú missti ég alveg matarlystina... þvílíkur vibbi fljúgandi maurar bjakk...