Á föstudögum finnst okkur afskaplega gott að hafa
heimabakaða pizzu í kvöldmat og gerum þetta flotta deig í brauðvélinni okkar.
Ég ákvað að bregða ekki út af vananum í gærkveldi og setti í vélina svo deigið
yrði tilbúið um kl. 17.30. Þetta átti að passa akkúrat því Villi yrði seinn
heim.
Deigið leit rosalega vel út og hefaðist mikið og þegar stutt
var eftir þar til það yrði tilbúið kveikti ég á ofninum. Þetta átti allt að
passa svo vel saman sjáiði J
Svo fer ég bara að dunda mér í að finna til það sem á að
fara á pizzuna og ætla svo að setjast út þar til brauðvélin “kallar” á mig. En
ég ákvað að kíkja aðeins á deigið áður en ég fer út. Það er bara eins gott að
ég kíkti því við hliðina á brauðvélinni er helluborð sem aldrei er notað því
platan er brotin. Það vill safnast heilmikið drasl á þetta helluborð og þar sem
ég er að kíkja á deigið í gær þá verð ég vör við reyk leggja upp af
helluborðinu. Það var við það að kvikna í alls kyns blaðadrasli sem lá á
helluborðinu. Þetta voru ýmis frumrit varðandi bílinn minn (mörg frá Namibíu)
eins var vegabréfið mitt þarna og sitthvað fleira. Einnig hafði
skyndihjálpataskan mín byrjað að bráðna.
Ég fékk nett sjokk því eitthvað af þessum blöðum og pappírum
eru sviðnuð og brunnin saman. En vegabréfið mitt slapp sem betur fer. En ég hef
ekki þorað að kíkja á þetta og ákvað að bíða eftir því að Villi hafi séns á að
kíkja fyrir mig.
Þetta er í annað sinn sem ég bræði eitthvað á þessu bévítans
helluborði, um daginn var það fartölvan mín. Þetta er samt ekki bara klikk í
mér því þegar ég ætla að nota ofninn þá verð ég að kveikja á takka á veggnum og
svo kveikja á ofninum. En þessi takki á veggnum kveikir líka á helluborðinu.
Þess vegna verða takkarnir á helluborðinu alltaf að vera stylltir á núll. En
þar sem ég nota þetta helluborð aldrei er ég ekkert að spá í það og á það til
að nota það sem geymsluborð. En þegar það er þurrkað af þessu borði þá er svo
auðvelt að snúa tökkunum og þar með kveikja á hellunum. Svo þegar ég kveiki á
takkanum á veggnum þá náttúrulega fer helluborðið á fullt. Þetta á sem sagt að
útskýra þetta kveiki-vesen í mér. En það er fátt sem ég hræðist meira en eld og að það kvikni í því skil ég ekki af hverju ég er ekki passasamari með þessa takka á helluborðinu.
1 ummæli:
Það er kanski spurning að láta taka rafmagnið af vélini!!!
Doddi
Skrifa ummæli