Powered By Blogger

þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Þvottur - þvottur - þvottur

Þá er ég búin að fá músaþvottavélina mína aftur heim og það er sko yndisleg tilfinning að hafa hana aftur í húsinu. Það hefur ekki verið hægt að þvo þvott síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Kæra fólk, það eru sko sex dagar síðan og það er bókstaflega allt að verða óhreint, við erum á nippinu.

Það er varla að ég leggi í að segja frá því hvað ég gerði á laugardaginn. Ah jú jú ég læt það bara flakka :-)

Ég sá fram á að á mánudeginum ætti Rúnar Atli engin hrein föt til að mæta í í skólann, þannig að mín bara keypti á hann nýjar stuttbuxur og nærur til að þurfa ekki að þvo í höndunum :-) Bölvuð letin í manni en svona er þetta. Reyndar hef ég mjög góða afsökun, það er búið að rigna svo til non-stop síðan á laugardaginn (ja alla vega síðan á sunnudaginn) - því gat ég ekki hengt neinn þvott út :-)

Við Villi eigum greinilega meira af fötun en gaurinn því ekki höfum við þurft að versla okkur neitt nýtt í fataskápinn. En þar sem það rignir ennþá þá gæti þetta nú breyst fljótlega :-) Ég fer kannski með alveg nýjan fataskáp til Lilongway

Það jákvæða við að eldast :-)

Ég eyddi eftirmeðdeginu inni í leikhbergi hjá Rúnari og er gjörsamlega búin á því. Ég var löngu búin að biðja Flora að fara í gegnum dótið hans og byrja að pakka - sem hún og gerði samviskusamlega. En þetta var ekki gert eins og ég vildi og þurfti ég því að fara í þetta (bara gott á mig). Ég notaði tækifærið þar sem Rúnar var ekki heima og náði að pakka í þrjá kassa sem fara til Lilongway, í annan kassa sem við munum gefa og loks í kassa sem er fullur af drasli sem fer beint á haugana. Ég fatta bara ekki hvernig svona mikið DRASL getur safnast saman hjá einum krakka.

Ég hef ekki oft farið svona í gegnum dótið hans og er af sem áður var. Þegar stelpurnar voru litlar þá skreið ég um gólfin til að finna alla hluti í öll sett sem þær áttu, eins og t.d. Polly Pocket, Barbí og fleira svoleiðis dót. Ég kom ekki upp af gólfinu fyrr en ég hafði fundið alla hluti - sama hve litlir þeir voru. En fyrir vikið vissi ég upp á hár hvaða dót þær áttu. Ég gat ekki slappað af fyrr en ég fann alla bitana. Ég veit, þetta er bilun.

Þessu er aðeins öðruvísi farið með dótið hans Rúnars Atla :-) Það er langur vegur frá því að ég sé eins obsessed með dótið hans og ég var með dót stelpnanna.

Ég trúi því að þessi afslöppun og normal hegðun (on my part) sé til komin með aldrinum og auknum þroska.

Þar kom að því að ég fann eitthvað virkilega jákvætt við það að eldast :-)

sunnudagur, 14. nóvember 2010

Aldur afstætt hugtak

Við vorum að spjalla aðeins við Tinnu Rut og það barst til tals að tvær vinkonur hennar hafa verið mjög veikar undanfarnar vikur og önnur þeirra lenti í uppskurði. Sú var með eitthvað móðurlífsvandamál og eins og Tinna segir þá er mjög sjaldgæft að ungar konur fái þetta, það eru eiginlega bara eldri konur sem fá þetta, konur svona um fertugt!!!!!!

Ha, telst ég þá vera eldri kona????

fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Greiðasemi

Hann sonur minn á það til að eiga lata mömmu (eða við skulum segja þreytta mömmu) sem nennir ekki endalaust að vera að hlaupa hingað og þangað til að sjá eitthvað hjá honum. En hann er búinn að finna lausn á þessum vanda sínum :-) Nú þegar hann vill ég geri eitthvað fyrir sig byrjar hann á að spurja hvort ég geti gert sér tvo greiða. Greiði númer eitt sé að gefa sér koss og svo greiði númer tvö er það sem hann vill láta mig gera fyrir sig. Hann var fljótur að finna það út að mamma hans stenst ekki svona yndislegheit og nú hleypur hún út um allt fyrir þessa elsku sína :-)

miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Ja hver fjan....

Er þetta kannski eitthvað fyrir mig?? :-) Samkvæmt þessu gæti ég losnað við sirka sjö kíló á þessum sex vikum sem eru til jóla - humm. Set þetta í nefnd :-)

þriðjudagur, 9. nóvember 2010

Svínaflensa

Við fengum bréf heim með Rúnari Atla í gær um að nú væru þrjú staðfest tilfelli svínaflensu í skólanum hans. Nú er bara að krossleggja fingur um að hann smitist ekki því það er svo stutt þangað til við leggjum af stað til Íslands ;-)

mánudagur, 8. nóvember 2010

Nett áfall

Þannig er mál með vexti að þessa dagana erum við að skipta um númeraplötur á krúttinu mínu. En til þess að skipta um plötur þurfti bíllinn að fara í það sem kallast Road-worthy test. Bíllinn var sendur í þetta próf í síðustu viku og haldið þið ekki að hann hafi FALLIÐ. Ja á dauða mínum átti ég von en því að bíllinn minn teldist ekki nógu góður til að keyra um götur landsins. Það er á hreinu að margir bílar í borginni eru stórhættulegir í umferðinni en ekki bíllinn minn.

Í landi eyðumerkurinnar þar sem ekki rignir svo mánuðum skiptir voru það rúðuþurrkublöðin sem felldu bílinn, þau voru ekki nógu góð :-) Það verður nú að segjast að þessi blöð fara mjög illa í sólinni, en ég meina kommon.