Powered By Blogger

þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Þvottur - þvottur - þvottur

Þá er ég búin að fá músaþvottavélina mína aftur heim og það er sko yndisleg tilfinning að hafa hana aftur í húsinu. Það hefur ekki verið hægt að þvo þvott síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Kæra fólk, það eru sko sex dagar síðan og það er bókstaflega allt að verða óhreint, við erum á nippinu.

Það er varla að ég leggi í að segja frá því hvað ég gerði á laugardaginn. Ah jú jú ég læt það bara flakka :-)

Ég sá fram á að á mánudeginum ætti Rúnar Atli engin hrein föt til að mæta í í skólann, þannig að mín bara keypti á hann nýjar stuttbuxur og nærur til að þurfa ekki að þvo í höndunum :-) Bölvuð letin í manni en svona er þetta. Reyndar hef ég mjög góða afsökun, það er búið að rigna svo til non-stop síðan á laugardaginn (ja alla vega síðan á sunnudaginn) - því gat ég ekki hengt neinn þvott út :-)

Við Villi eigum greinilega meira af fötun en gaurinn því ekki höfum við þurft að versla okkur neitt nýtt í fataskápinn. En þar sem það rignir ennþá þá gæti þetta nú breyst fljótlega :-) Ég fer kannski með alveg nýjan fataskáp til Lilongway

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Guð hvað ég skil þig vel, ég hefði líka farið að versla ný föt hahahaahahaaa.... en elsku Gulla mín þetta hefði nú veirð kjörið til að versla eitthvað smotterí nýtt á þig líka og með svona líka fullkomna afsökun... ég hefði sprottið af stað hahaha