Powered By Blogger

þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Það jákvæða við að eldast :-)

Ég eyddi eftirmeðdeginu inni í leikhbergi hjá Rúnari og er gjörsamlega búin á því. Ég var löngu búin að biðja Flora að fara í gegnum dótið hans og byrja að pakka - sem hún og gerði samviskusamlega. En þetta var ekki gert eins og ég vildi og þurfti ég því að fara í þetta (bara gott á mig). Ég notaði tækifærið þar sem Rúnar var ekki heima og náði að pakka í þrjá kassa sem fara til Lilongway, í annan kassa sem við munum gefa og loks í kassa sem er fullur af drasli sem fer beint á haugana. Ég fatta bara ekki hvernig svona mikið DRASL getur safnast saman hjá einum krakka.

Ég hef ekki oft farið svona í gegnum dótið hans og er af sem áður var. Þegar stelpurnar voru litlar þá skreið ég um gólfin til að finna alla hluti í öll sett sem þær áttu, eins og t.d. Polly Pocket, Barbí og fleira svoleiðis dót. Ég kom ekki upp af gólfinu fyrr en ég hafði fundið alla hluti - sama hve litlir þeir voru. En fyrir vikið vissi ég upp á hár hvaða dót þær áttu. Ég gat ekki slappað af fyrr en ég fann alla bitana. Ég veit, þetta er bilun.

Þessu er aðeins öðruvísi farið með dótið hans Rúnars Atla :-) Það er langur vegur frá því að ég sé eins obsessed með dótið hans og ég var með dót stelpnanna.

Ég trúi því að þessi afslöppun og normal hegðun (on my part) sé til komin með aldrinum og auknum þroska.

Þar kom að því að ég fann eitthvað virkilega jákvætt við það að eldast :-)

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

úpps ég er enn í þessum skríða á gólfinu og leita að öllum smáhlutum, er strax farin að kviða fyrir litlu lego kubba aldrinum úff....