Powered By Blogger

miðvikudagur, 24. ágúst 2011

Fjölgun í fjölskyldunni

Það fjölgaði heldur betur í fjölskyldunni í dag. Við fengum 15 yndislega krúttaralega hænuunga. Í mínum huga áttu þeir að vera pínulitlir og gulir, en reyndin var nú aðeins önnur. Þeir eru dökkgráir og heldur stærri en ég hafði gert mér í hugarlund. En þeir eru yndislegir.

Við, ég og Philomon (garðyrkjumaðurinn) komum þeim fyrir í kassa og settum ljósaperu ofan í kassann til að halda á þeim hita. Og settum sag í botninn. Svo þurfti ég að fara í Landbúnaðarráðuneytið til að kaupa vítamín og bólusetningarlyf fyrir þá. Konan sem ég talaði við þar spurði hve marga ég hefði fengið. Ég svaraði því til að mér hefði fundist 15 stykki vera fín tala. Nei nei, hún hélt nú ekki. 30 hænur væru fín tala :-) En ég læt mér nú duga þessar 15, alla vega svona í byrjun.

Þeir geta verið í þessum kassa í ca þrjá mánuði en að þeim tíma liðnum verð ég að vera búin að útbúa hænsnakofa fyrir þá.

Svo er bara að vona að þeir týni ekki tölunni hjá mér. Það er víst ekki óalgengt að þeir drepist úr kulda, en þar sem vorið er komið og farið að hitna þá ætti þetta að vera fínn tími fyrir hænuunga. Eins eiga krákurnar það til að grípa hænuunga, því þarf að passa upp á að þeir komist ekki út á meðan þeir eru svona litlir.

Ég ætlaði að setja mynd af þeim hérna á bloggið, en ég man ekkert hvar myndavélin mín er. Svo það verður að bíða betri tíma.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enn spennó, það styttist þá í að það verði egg og beikon í morgunverð hjá ykkur.
kv.
Sigga

Jóhanna sagði...

nohhh.... Til hamingju með gæludýrin, Búbbi kom heim í gærmorgun með andarunga akkurat svona gulan og sætan. Þannig að þú kannskir athugir hvort þé margir kettir í hverfinu :)

davíð sagði...

Ég verð að viðurkenna að í ljósi titill pistilsins þá bjóst ég við meiri sleggju.