Sally hefur þó varla þorað út úr húsið síðan hún kom hingað. Hún fann sér fínan stað undir rúminu hans Rúnars og þar virðist fara vel um hana. Við höfum reynt að lokka hana út og af og til borið hana út og um leið og við höfum sleppt henni er hún rokin inn aftur. Ég var farin að velta fyrir mér hvar í ósköpunum hún gerir þarfir sínar.
Ég hafði ekki fundið neina kattarhlandslykt eða neitt slíkt og ekki þorði hún út, þannig að þetta var orðið forvitnilegt.
Í morgun kom svo í ljós hvað mín hafði gert. Hún hafði hoppað upp á kommóðu og komið sér fyrir á fötunum hans Villa og pissað þar. Svo gerði hún enn meira á mottuna og moskítónetið hjá honum, úff eins og hann er nú mikið fyrir ketti :-)
En í morgun þorði hún loksins að stíga sjálf út úr húsi og út á stétt. Hún hafði farið þrisvar sinnum út fyrir kl. 7, bara til að skoða heiminn. Hún fór nú ekki lengra en út á stétt, en þetta er vonandi skref í rétta átt hjá henni.
1 ummæli:
bwahaahahhaahaha...... djö hvað ég hefði vilja vera fluga á vegg þegar Villi hefur uppgvötað hvar kattar greyið gerði þarfir sínar .....
Skrifa ummæli