Powered By Blogger

sunnudagur, 1. apríl 2012

Sveiflukóngurinn minn

Rúnari finnst alveg ótrúlega gaman í golfi. Hann á það til að æfa sig úti í garði og í gær tók hann sig til, og bauð mér út í garð að horfa á sig - sem ég og gerði. Hann er voða duglegur en þar sem hann átti bara eina golfkúlu þá var þetta nú frekar slöpp æfing. Því hann varð alltaf að hlaupa á eftir kúlunni eftir hvert einasta skot. Stundum gekk illa að finna kúluna en við röltum þá um og enduðum nú alltaf með að sjá skína í eitthvað hvítt :-) Þar til að lokum þegar hún lenti í grænmetisgarðinum, þá týndist hún og æfingu þar með lokið í bili.

Við urðum því að skjótast út í búð í morgun til að kaupa fleiri golfkúlur svo hann gæti haldið æfingum áfram í páskafríinu. Einnig þurfti hann að kaupa sér "brush - tee" og fleiri venjuleg "tee". Ég hef ekki hugmynd hvað þetta tee heitir á íslensku en þessu er stungið ofan í grasið og kúlan sett þar ofan á. Þetta brush tee er eins, nema það eru burstahár sem boltinn stendur ofan á. Þetta á að vera eitthvað voðalega flott en ekki hef ég vit á þessu.

Nú er hann búinn að vera úti í garði að æfa sig í nálægt tvo tíma og er m.a.s. farinn að kenna verðinum að spila golf. Þeir virðast skemmta sér ágætlega yfir þessu saman :-) Ég bara krosslegg bara fingur og vona að engin kúla fari í gluggana með tilheyrandi brothljóðum. En af og til heyri ég mikla skelli þegar kúlan lendir "óvart" í húsinu. Áðan kom hann inn til að tilkynna mér að ein kúlan fór yfir í næsta garð. Vonandi bara að hann slasi ekki einhvern nágrannanna okkar með þessu brölti sínu.



Fyrst er að velja sér rétta kylfu


 Svo er að setja kúluna ofan á tee-ið

 Svo eru það flottar sveiflur :-)

Engin ummæli: