Þá er enn ein helgin liðin, ótrúlegt hvað það er stutt á milli þeirra :-) Við höfðum það bara óskaplega gott um helgina, svona eins og alltaf. Það er nauðsynlegt að eiga rólegar helgar og hlaða batteríin því oft er vikan ansi þéttsetin hjá mér.
Á föstudaginn var fór Rúnar ásamt bekknum sínum í stutt skólaferðalag. Það var farið að skoða stíflu einhvers staðar hér fyrir utan borgina. Foreldrum er velkomið að fara með í svona ferðalög en þurfa að mæta á eigin bílum. Þar sem mikill bensínskortur er í landinu þá tímir maður nú ekki alveg að eyða svarta gullinu í slíkt :-) En hann fékk að fara með myndavélina mína með sér í ferðalagið og tók tæplega 90 myndir, hvorki meira né minna. Þær eru margar mjög góðar hjá honum og nú þarf bara að prenta út nokkrar fyrir hann svo hann geti sett í myndaalbúmið sitt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli