Powered By Blogger

laugardagur, 30. janúar 2010

Fjölgun í fjölskyldunni

Bekkurinn hans Rúnars Atla fékk nýja "nemendur" í gær, voru það fiskar og froskar. Hann var mjög hrifinn af þessu og forvitnaðist hvort foreldrar hans væru til í að kaupa fiska handa honum.  Jú jú, gamla settið tók ekki illa í það. Svo í morgun fóru feðgarnir í bæinn og komu heim með fiskabúr og 10 fiska. Hann er voða ánægður með sig og tekur þessu af mikilli alvöru. Svo á hann bara eftir að finna nöfn á allt gengið. Hann velti fyrir sér Nemó Andrésson á einn þeirra - en ætlar að sjá til áður en hann ákveður þetta alveg :-)

Engin ummæli: