Powered By Blogger

fimmtudagur, 5. nóvember 2009

Lærdómur

Undanfarna daga hefur Rúnar haft mikinn áhuga á "skólaleik" og hann og Flora læra og læra. Svo eftir að Flora var farin heim í gær hélt hann áfram að skrifa stafi og finna orð og þess háttar. Þetta gekk rosa vel hjá honum og hann tók þessu mjög alvarlega. Svo rétt fyrir kl. átta í gærkveldi þurfti Villi að skjótast til að sækja Tinnu þar sem hún var að koma í bæinn. Þegar Rúnar var spurður hvort hann vildi ekki fara með pabba sínum að sækja elsku Tinnu þá var hann nú til í það. Nema, það var smá vandamál, hann var nefnilega ennþá að læra. Ég sagði honum að stundum þegar maður er að læra er bara nauðsynlegt að taka pásu. Þá heyrist í mínum "Oh ég vissi það ekki".

Þetta er yndislegt og vonandi helst þessi mikli áhugi um ókomin ár :-)

Engin ummæli: