Powered By Blogger

sunnudagur, 19. apríl 2009

Orðaforði

Það verður nú að segjast eins og er að búseta okkar erlendis undanfarin 18 ár (með smá hléi) hafi haft áhrif á íslenskan orðaforða barnanna okkar. En við lásum alltaf mikið fyrir stelpurnar á sínum tíma og núna fyrir Rúnar Atla. Villi var svo séður að taka tvær góðar bækur með sér hingað út (svona fyrir utan allar hinar). En þessar tvær heita "sögur afa og ömmu" og "sögur pabba og mömmu". Þetta eru bækur sem voru gefnar út fyrir um 40 árum og orðanotkunin er oft skrítin fyrir okkur nútímabörnin. En Rúnar hefur voða gaman af þessum sögum og ég held að Villi hafi jafn gaman af því að lesa sögurnar fyrir hann. 

Í gær vorum við eitthvað að spjalla saman, hann, ég og Villi. Þá heyrist í mínum "ég ætla að skipta um roð". Ha?? Við Villi vorum nú ekki alveg að fatta þetta og reyndum að spurja hann aðeins út í þetta. Kom þá í ljós að hann hafði skipt um skoðun. En ruglað þessu svona saman - spurning hvort orðaforða-kennsla okkar Villa sé ekki að virka he he :-) 

4 ummæli:

Jóhanna sagði...

Til hamingju með dótturina
Kossar og knús alla leið frá fróni

Nafnlaus sagði...

Nýtt tungumál,hvenær fær drottningin bílpróf? Nei það er spurning um að forða sér af götunum ef hún verður hér í banana lýðveldinu.
Elli

Gulla sagði...

Já Elli, það er sennilega best að hafa varann á næsta mánuðinn eða svo :-)

Og Jóhanna mín, takk fyrir það.

kv,
Gulla

Tinna sagði...

Hey! Ég er góður bílstjóri!!