Litli gæinn orðinn óþolinmóður eftir að fá að taka upp nokkra pakka (hann er reyndar ekki einn um það). Það þurfti aðeins að tala hann til og segja honum að á jólunum eiga allir að vera góðir. Heyrist þá í þeim stutta: "Ó ég var alveg búinn að gleyma því".
Gleðileg jól öll sömul.
miðvikudagur, 24. desember 2008
laugardagur, 13. desember 2008
Bloggleti
Jæja frúnni fannst vera kominn tími til að kíkja á bloggið sitt, orðið langt síðan síðast :-)
Við mæðgur erum komnar til landsins og höfum verið hér í tæpar tvær vikur. Tinna hefur verið dugleg að vinna og svo er hún alltaf í bílatímum þannig að hún er farin snemma í rúmið á kvöldin - útkeyrð. Dagmar komst í jólafrí (þ.e.a.s frá skólanum) um daginn og kann að njóta lífsins svona þegar hún er ekki að vinna. Ég hef varla litið upp úr skólabókunum síðan ég kom heim enda hef ég afkastað miklu á þessum dögum: prófundirbúningi og prófi, stóru verkefni, svo í dag lagði ég lokahönd á ritgerð númer 2 - úff.
Lagði mikið á mig til að klára allt í síðasta lagi í dag þar sem eiginmaður og sonur koma til landsins á morgun og eins eigum við hjónin víst 22 ára brúðkaupsafmæli svo ekki vil ég eyða deginum í lærdóm. Mér finnst eiginlega bara lygilegt að það séu komin 22 ár - ég meina næstum aldarfjórðungum kommon. Ég sem er alltaf bara 25 í anda - hvernig er þetta hægt???
Við mæðgur erum komnar til landsins og höfum verið hér í tæpar tvær vikur. Tinna hefur verið dugleg að vinna og svo er hún alltaf í bílatímum þannig að hún er farin snemma í rúmið á kvöldin - útkeyrð. Dagmar komst í jólafrí (þ.e.a.s frá skólanum) um daginn og kann að njóta lífsins svona þegar hún er ekki að vinna. Ég hef varla litið upp úr skólabókunum síðan ég kom heim enda hef ég afkastað miklu á þessum dögum: prófundirbúningi og prófi, stóru verkefni, svo í dag lagði ég lokahönd á ritgerð númer 2 - úff.
Lagði mikið á mig til að klára allt í síðasta lagi í dag þar sem eiginmaður og sonur koma til landsins á morgun og eins eigum við hjónin víst 22 ára brúðkaupsafmæli svo ekki vil ég eyða deginum í lærdóm. Mér finnst eiginlega bara lygilegt að það séu komin 22 ár - ég meina næstum aldarfjórðungum kommon. Ég sem er alltaf bara 25 í anda - hvernig er þetta hægt???
fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Breytingar í vændum
Það breytist margt við það að eiga afmæli. Samtal okkar mæðginanna um daginn:
Rúnar: Mamma, þegar ég verð 16 ára þá verð ég stelpa.
Ég: nú er það?
Rúnar: Kannski, það gæti verið. Við sjáum til
Rúnar: Mamma, þegar ég verð 16 ára þá verð ég stelpa.
Ég: nú er það?
Rúnar: Kannski, það gæti verið. Við sjáum til
mánudagur, 6. október 2008
Aðeins of fölur
Allur er varinn góður
laugardagur, 20. september 2008
klukk
Ég var klukkuð og hér kemur þetta.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Afgreiðslustúlka í bakaríi
Í hreinsun á fiski í BÚR (fyrir þá sem ekki vita, Bæjarútgerð Reykjavíkur)
Kennari
Námsráðgjafi
Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
Terms of endearment
Les Miserables
Rauða akurliljan
Allar myndir eftir Agöthu Christie
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Útey við Laugarvatn
Breiðholti
Vancouver
Windhoek
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends
Grey´s Anatomy
Diagnosis murder
Midsomer Murders
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Vennesla í Noregi
Oxelösund í Svíþjóð
Kampala í Úganda
Cape Town í Suður Afríku
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
blakkur.khi.is
ugla.hi.is
visir.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Mexican chillie pizza á Sardinia í Windhoek
mexikóskir réttir sem Villi eldar
saltkjöt og baunir
chadoeaubriand nautasteik á Cattle Baron í Wondhoek
Fjórar bækur sem ég les oft:
Allar bækurnar hennar Agöthu Cristie
Price of honour
Dýrin mín stór og smá
Allar bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Æsufellið
Vennesla
Oxelösund
Æsufellið
og hana nú. Nú held ég að ég eigi að klukka einhverja fjóra og ég ætla að klukka Fanneyju Skagamær, Maju, Dodda og Tinnu.
Bæjó.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Afgreiðslustúlka í bakaríi
Í hreinsun á fiski í BÚR (fyrir þá sem ekki vita, Bæjarútgerð Reykjavíkur)
Kennari
Námsráðgjafi
Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
Terms of endearment
Les Miserables
Rauða akurliljan
Allar myndir eftir Agöthu Christie
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Útey við Laugarvatn
Breiðholti
Vancouver
Windhoek
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends
Grey´s Anatomy
Diagnosis murder
Midsomer Murders
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Vennesla í Noregi
Oxelösund í Svíþjóð
Kampala í Úganda
Cape Town í Suður Afríku
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
blakkur.khi.is
ugla.hi.is
visir.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Mexican chillie pizza á Sardinia í Windhoek
mexikóskir réttir sem Villi eldar
saltkjöt og baunir
chadoeaubriand nautasteik á Cattle Baron í Wondhoek
Fjórar bækur sem ég les oft:
Allar bækurnar hennar Agöthu Cristie
Price of honour
Dýrin mín stór og smá
Allar bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Æsufellið
Vennesla
Oxelösund
Æsufellið
og hana nú. Nú held ég að ég eigi að klukka einhverja fjóra og ég ætla að klukka Fanneyju Skagamær, Maju, Dodda og Tinnu.
Bæjó.
sunnudagur, 14. september 2008
Jedúddamía
Þá er kominn tími á það að yngri dóttirin læri að keyra bíl. Pabbi hennar fór með hana út fyrir borgina í dag svo hún gæti æft sig að keyra því hún ætlar að taka bílatíma á Íslandi um jólin. Hún þarf að fara að fá tilfinningu fyrir kúplíngu, bremsu og hvenær á að skipta um gír. Hún hefur nokkrum sinnum fengið að leggja bílnum mínum hérna á bílaplaninu en núna þarf eitthvað meira. Mér var nú svo sem ekki boðið með í bíltúrinn, enda veit ég ekki hvort ég hefði haft taugar í það :-) En þetta gekk víst voða vel hjá henni og hún fékk að keyra 60 km.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)