Jæja þá fer að líða að heimferð eftir margra daga ofát og skemmtilegheit. Dvölin í Danmörku var meiriháttar og það var yndislegt að hitta "norsku" fjölskylduna :-) Þar var fínn matur á hverjum degi og maður lá bara á meltunni - Takk Ásgeir minn fyrir okkur :-)
Svo lá leiðin aftur til Svíþjóðar í enn fleiri matarveislur. Það er eins gott að yfirvigt reiknast ekki af líkamsþyngdinni :-)
En nú er sem sagt komið að heimferð. Þó það sé skemmtilegt í ferðalögum þá er alltaf frábært að komast heim aftur :-)
Ég stoppa reyndar stutt á Íslandi núna, reiknast til að það verði um 14 klukkustundir áður en ég legg af stað í næstu ferð. Þá verður farið aðeins lengra, eða til Prince George norður í rass.... í Bresku Kólumbíu. Það verður meiriháttar að hitta Tinnu Rut og sjá hvernig hún býr :-)
sunnudagur, 29. maí 2011
Bætist í
Enn eitt árið hefur bæst við hjá frúnni og hún voða lukkuleg með aukna reynslu sem fylgir þessum árum. Vil þó samt ekki meina að ég sé hokin af reynslu he he :-)
Ég á svo yndislega fjölskyldu að ég var böðuð í afmælisgjöfum og var m.a.s. send í fjársjóðsleit til að finna pakkana, gaman að þessu :-)
Í einum pakkanum leyndist þessi líka frábæra græja

Svo bíð ég bara eftir því að ljúka vinnunni og komast í Tyrknest nudd sem stelpurnar mínar gáfu mér :-)
mánudagur, 23. maí 2011
Helgarfjör
Við skelltum okkur til Grundarfjarðar um helgina og skemmtum okkur mjög vel. Við höfum nú ekki farið oft vestur á þessu ári. En í fyrstu ferðinni var svo brjálað veður á leiðinni að rúðuþurrkurnar fuku upp. Næsta sinn var klikkað veður á leiðinni heim og urðum við veðurteppt í Borgarnesi í nokkra klukkutíma. Í þetta sinn var mjög gott veður þegar við lögðum af stað úr bænum. Svo fór að þykkna því nær sem dró og rétt fyrir utan Grundarfjörð var slydda.
Ég hafði gert mér vonir um að liggja í sól og hita úti á palli en það varð nú ekki í þetta sinn. En það er alltaf gaman í firðinum alltaf hægt að grilla sama hvernig viðrar og til að toppa ferðina þá hittir maður svo skemmtilegt fólk þar :-)
Sólbaðið kemur bara næst.
fimmtudagur, 19. maí 2011
Líður að sumarfríi
Ekki neita ég því að það sé smá hnútur í minni vegna þess hve stutt er eftir af skólanum og áleitnar spurningar skjóta upp kollinum, þar sem þessi er nú hvað ásælust: hvernig held ég nemendunum í lærdómsstuði það sem eftir lifir :-)
Það lítur út fyrir að það verði nóg að gera í sumar. Við fjölskyldan skellum okkur í stutta ferð til Svíþjóðar þann 4. júní. Til stendur að keyra yfir til Danmerkur og hitta norska hluta fjölskyldunnar og halda upp á stórafmæli :-) Við komum aftur til Íslands þann 13. og strax daginn eftir legg ég af stað til Kanada að heimsækja Tinnu Rut og verð í burtu í viku. Svo er sumarbústaðarferð í viku um leið og ég kem heim frá Tinnu. Eins þarf að koma Rúnari á hin ýmsu námskeið sem hann er skráður í. Svo náttúrulega verður lagt í stóru ferðina í lok júlí og aðra stóra í ágúst.
Ég plana það að vera komin í rólegheit í kringum 17. ágúst :-)
Kom að'í
Þetta með uppnefnin. Í þrjá daga safnaði ég eftirfarandi uppnefnum:
íhaldsbelja
kúlulánabelja
blóðrúnkaður
skíthæll
illa innrættur
brunnmígur
rugludallur
sóðabloggari
lygamörður
siðleysingi
fasisti
Horgerður
fantur
dóni
hálfgert viðundur
íslenskur Göbbels
Fasistapakk
Þetta er þokkalegur listi og ég held að ég fari rétt með að þeir sem viðhöfðu þessi "fínu" orð um samborgara sína séu þingmenn - hvorki meira né minna. Þetta er kannski hluti skýringarinnar hvers vegna alþingi Íslendinga njóti ekki meiri virðingar meðal landsmanna en raun ber vitni.
laugardagur, 7. maí 2011
Uppnefni
Undanfarin tæp þrjú ár hef ég fylgst svolítið með bloggi á Íslandi og satt að segja hef ég stundum gjörsamlega orðið kjaftstopp vegna orðbragðs sem fólk notar um hvert annað.
Þrisvar sinnum hef ég byrjað á bloggi um þessi uppnefni en svo hef ég bara gefist upp - þetta hafa verið of "grimm" orð fyrir minn smekk.
En núna er ég byrjuð að safna orðum í fjórða sinn, og ef ég gefst ekki upp þá mun ég birta listann innan fárra daga :-)
Kaupauki
Ég tel mig vera mjög heppna að vera kennara (svona oftast :-) ). Síðan ég var 9 ára gömul vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi verða "þegar ég yrði stór"; þ.e. kennari og ekkert annað. Þau ár sem ég hef verið svo lánsöm að stunda kennslu hafa ýtt undir þá trú mína með að þetta sé það yndislegasta starf sem ég gæti hugsað mér.
Sem kennari er t.a.m. hægt að fara í vettvangsferðir og síðast liðinn fimmtudag fór ég með 8. bekkinn minn á tvö söfn - hvorki meira né minna. Fyrst fórum við á Landnámssýninguna 871+-2 í Aðalstræti. Safnið er algjört æði og gaurinn sem tók á móti okkur og leiðbeindi okkur um safnið var frábær. Því miður náði ég ekki nafninu hans - en það var alveg greinilegt að hann hefur oft tekið á móti hópum áður og vissi alveg hvernig hann átti að snúa sér og svara þegar nemendur komu með "flottar" spurningar :-) Enda þakkaði ég honum kærlega fyrir frábæra móttöku og greinilega náði hann vel til krakkanna minna því hegðun allra var til fyrirmyndar.
Þegar þessari heimsókn var lokið, var arkað út á Granda á sjóminjasafnið. Þar fengum við góða leiðsögn um varðskipið Óðinn.
þeir starfsmenn sem sinna því að taka á móti bekkjum úr grunnskólum borgarinnar eru meiri háttar. Þetta er þriðja heimsóknin sem ég fer með bekkinn minn í vetur og þeir starfsmenn sem taka á móti okkur og leiðbeina um "sín" söfn hafa reynst okkur frábærlega.
Í þessi skipti hef ég skemmt mér alveg konunglega og haft mikla ánægju af, sjálfsagt ekki minna en nemenda minna.
En ég viðurkenni fúslega að þegar við komum aftur upp í skóla á fimmtudaginn var ég gjörsamlega búin á því :-) Þrátt fyrir góða hegðun og fyrirmyndarframkomu þá rís stresslevefið aðeins :-)
En þessar vettvangsferðir eru hreinn kaupauki :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)